Flýtilyklar fyrir teiknaða hluti

Þú getur notað lyklaborðið til að búa til og breyta teiknuðum hlutum.

Táknmynd fyrir athugasemd

Sumir flýtilyklarnir gætu verið fráteknir í eitthvað annað í skjáborðsumhverfinu þínu. Flýtilyklar sem úthlutað er af skjáborðsumhverfinu geta ekki verði tiltækir fyrir Collabora Office. Séu slíkir árekstrar, reyndu þá annað hvort að úthluta nýjum lyklum fyrir Collabora Office, í Verkfæri - Sérsníða - Lyklaborð, eða að breyta þeim í skjáborðsumhverfinu.


Að búa til og breyta teiknuðum hlut

  1. Ýttu á F6 til að fara á Teikningaslána.

  2. Ýttu á Hægri örvalykilinn þangað til þú lendir á tækjaslártákninu fyrir það teikniáhald sem þú vilt nota.

  3. Ef það er örvartákn næst táknmyndinni, er teikniáhaldið með undirvalmynd. Ýttu á Upp eða Niður örvalyklana til að opna undirvalmyndina, ýttu síðan á Hægri eða Vinstri lyklana til að velja táknmynd fyrir hlut/aðgerð.

  4. Ýttu á +Enter.

    Hluturinn er búinn til á miðju skjalinu.

  5. Til að snúa aftur í skjalið, ýttu á +F6.

    Þú getur notað örvalyklana til að staðsetja hlutinn þar sem þú vilt hafa hann. Til að velja skipun úr samhengisvalmynd hlutarins, ýttu þá á Shift+F10.

Til að velja hlut

  1. Ýttu á +F6 til að fara inn í skjalið.

  2. Ýttu á Tab þangað til þú lendir á hlutnum sem þú ætlar að velja.

Please support us!