Collabora Office 24.04 Help
Þú getur notað lyklaborðið til að búa til og breyta teiknuðum hlutum.
Ýttu á F6 til að fara á Teikningaslána.
Ýttu á Hægri örvalykilinn þangað til þú lendir á tækjaslártákninu fyrir það teikniáhald sem þú vilt nota.
Ef það er örvartákn næst táknmyndinni, er teikniáhaldið með undirvalmynd. Ýttu á Upp eða Niður örvalyklana til að opna undirvalmyndina, ýttu síðan á Hægri eða Vinstri lyklana til að velja táknmynd fyrir hlut/aðgerð.
Ýttu á CommandCtrl+Enter.
Hluturinn er búinn til á miðju skjalinu.
Til að snúa aftur í skjalið, ýttu á CommandCtrl+F6.
Þú getur notað örvalyklana til að staðsetja hlutinn þar sem þú vilt hafa hann. Til að velja skipun úr samhengisvalmynd hlutarins, ýttu þá á Shift+F10.
Ýttu á CommandCtrl+F6 til að fara inn í skjalið.
Ýttu á Tab þangað til þú lendir á hlutnum sem þú ætlar að velja.