Hópun hluta

Þú getur sameinað marga hluti í hóp svo að þeir hagi sér sem einn hlutur. Þú getur fært og umbreytt öllum hlutum í hóp eins og um heild sé að ræða. Þú getur líka breytt eiginleikum (til dæmis línubreidd eða fyllilit) á öllum hlutum í hóp en einnig á einstökum hlutum innan hópsins. Hópar geta verið tímabundnir eða fastbundnir:

Hópar geta verið hópaðir með öðrum hópum eða hlutum. Aðgerðir sem beitt er á slíkan hóp hafa ekki áhrif á hlutfallslega stöðu hlutanna innbyrðis innan hópsins.

Til að hópa hluti:

Táknmynd

Select the objects you want to group and choose Shape - Group - Group.

Sem dæmi má nefna að þú getur hópað alla hluti í fyrirtækismerki og flutt þá síðan og breytt stærðinni eins og um einn hlut væri að ræða.

Eftir að hlutir hafa verið hópaðir, við það að velja einn hlutinn velurðu allan hópinn.

Að velja hluti innan hóps

Táknmynd

Þú getur valið einstaka hluti í hóp með því að fara inn í hópinn. Tvísmelltu á hóp til að fara inn í hann og smelltu síðan á einn hlut til að velja hann. Þannig er líka hægt að bæta við hlutum eða eyða úr hópnum. Hlutir sem ekki eru hlutar hópsins verða grámaðir.

Táknmynd

Til að fara út úr hóp, tvísmelltu einhversstaðar fyrir utan hópinn.

Please support us!