Collabora Office 24.04 Help
Sniðsláin birtist þegar graf er sett í breytiham. Tvísmelltu á graf til að fara í breytiham. Smelltu fyrir utan grafið til að fara úr breytiham.
Hægt er að breyta sniði grafs með því að nota stjórnhnappa og táknmyndir á sniðslánni.
Veldu það einindi úr grafinu sem þú vilt sníða. Einindið er þá valið á grafinu. Smelltu á sníða val til að opna eiginleikagluggann fyrir valið einindi.
Opnar eigindagluggann fyrir valið einindi.
Opnar glugga fyrir tegund grafs.
Opnar gagnatöflugluggann þar sem hægt er að breyta gögnum grafs.
Táknmyndin 'Lárétt hnitanet' á sniðslánni skiptir á milli hvort birtur er hnitamöskvi fyrir Y-ás.
Til að sýna eða fela skýringu, smelltu á 'Skýring af/á' á sniðslánni.
Endurkvarðar textann í grafinu þegar þú breytir stærð grafsins.
Færir öll einindi grafs á sjálfgefnar staðsetningar í núverandi grafi. Þessi aðgerð breytir ekki gerð grafsins eða öðrum eiginleikum einungis staðsetningu eininda.