Collabora Office 24.04 Help
Edit a pivot chart in the same way as normal charts.
Smelltu á graf til að breyta eiginleikum hlutar:
Stærð og staðsetning á núverandi síðu.
Hliðjöfnun, textaskrið, útjaðrar og fleira.
Tvísmelltu á graf til að fara í breytingaham:
Grafgildi (í gröfum með eigin gögnum).
Graftegundir, ásar, titlar, veggir, hnitanet, og fleira.
Tvísmelltu á grafeinindi í breytingaham:
Tvísmelltu á ás til að breyta skala, tegund, lit, eða öðru.
Tvísmelltu á gagnapunkt til að velja og breyta gagnaröðum sem tilheyra gagnapunktinum.
Með gagnaröð valda, smelltu á punkt, tvísmelltu svo á gagnapunkt til að breyta eiginleikum gagnapunktsins (til dæmis, einföld súla í súluriti).
Tvísmelltu á skýringu til að velja og breyta skýringu. Smelltu, og tvísmelltu svo á tákn í valinni skýringu til að breyta tengdri gagnaröð.
Tvísmelltu á hvaða einindi sem er, eða smelltu á einindið og opnaðu Sníða valmyndina, til að breyta eiginleikum.
Smelltu fyrir utan graf til að hætta í breytiham.
Til að prenta graf í hámarksgæðum, geturðu flutt út grafið í PDF skrá og prentað svo PDF skránna.
Í breytiham fyrir graf, sérðu sniðslánna fyrir gröf nálægt efri ramma skjalsins. Teiknisláin fyrir gröf birtist í neðri ramma skjalsins. Teiknisláin sýnir aðeins hluta af táknmyndum á teiknislánni frá Draw og Impress.
Hægt er að hægrismella á einindi í grafi til að opna samhengisháða valmynd. Valmyndin birtir margar skipanir til að sníða valið einindi.